top of page

NÚNA GETA MINNI OG MILLISTÓR FYRIRTÆKI  LOKSINS FENGIÐ SÖMU VERÐ OG STÆRSTU FYRIRTÆKJUM LANDSINS HAFA EINUNGIS STAÐIÐ TIL BOÐA !

Í samstarfi við Nets/Nexi, stærsta færsluhirði í Evrópu og á Norðurlöndunum, býður Fjárflæði öllum fyrirtækjum verð fyrir færsluhirðingu sem bara þau stóru fengu áður.  Sendu okkur línu eða sláðu á þráðinn og við förum yfir málin.

Verð á posrum er 6.950 kr + vsk pr mánuð

Lægsta verðið fyrir Visa og MasterCard færslur
Lægsta verð fyrir Visa og MasterCard færslur

NETS ER SAMSTARFSAÐILI FJÁRFLÆÐIS

Nets þjónustar yfir 740.000 kaupmenn og seljendur um gervalla Evrópu með ýmis konar lausnum í rafrænni greiðslumiðlun sem byggja á nútíma tækni og öryggi.

 

Með áherslu á einfaldleika og öryggi sem grunn að vexti og þróun hefur Nets náð stöðu sem stærsti færsluhirðir í Evrópu og þá sérstaklega á Norðurlöndunum.

Með stærðarhagkvæmni Nets getur Fjárflæði boðið upp á einstaklega góð kjör fyrir lítil og millistór fyrirtæki á Íslandi en á sama tíma tryggt nauðsynlegt rekstraröryggi í greiðslumiðlun.

Heimasíða Nets

Stærsti færsluhirðir í Evrópu er bakhjarl Fjárlæðis

Þjónustan okkar

Fjárflæði í samstarfi við Nets býður uppá rafræna greiðslumiðlun í gegnum mismunandi leiðir.  Ef þú tekur á móti Visa og MasterCard kortum eigum við lausnina fyrir þig og það á betra verði.

Verðskrá okkar er opin og gegnsæ

Lægsta verðið fyrir Visa og MasterCard færsluhirðingu

Móttaka Visa og MasterCard í posa

Móttaka Visa og MasterCard í vefverslun

Við þetta bætast heimildargjöld frá Visa og MasterCard 3.6 kr pr færsla og svo 3 kr aukalega fyrir vefverslun (eftir 300 færslur pr mán)

Við hjá Fjárflæði höfum ákveðið að bjóða íslenskum kaupmönnum og seljendum upp á fasta álagningu ofan á þau gjöld sem Visa og MasterCard setja.  Allir okkar viðskiptavinir geta séð hver okkar álagning er á hverja einustu færslu. 

Enginn feluleikur engin falin gjöld 

Opin og gegnsæ verðskrá

Interchange ++ (IC ++) verðlagning er oft talin betri fyrir kaupmenn/seljendur en blönduð verðlagning vegna þess að hún býður upp á meiri gagnsæi og getur leitt til lægra kostnaðar fyrir fyrirtæki sem taka á móti Visa og MasterCard greiðslukortum.

 

Með IC ++ verðlagningu borgar kaupmaður aðeins raunverulegt millibanka (þóknun) sem er sett af korta skemunum (Visa eða Mastercard) auk álagningar sem sem er innheimt af færsluhirðum. Þetta þýðir að kaupmaður veit nákvæmlega hvað hann borgar fyrir hverja aðgerð og getur borið saman við birt millibankagjalda til að tryggja að hann sé ekki að greiða of mikið.

Í andstöðu við það, er blönduð verðlagning, Þar er blandað saman fjölmörgum gjöldum færsluhirða í eitt verð, sem gerir það mun erfiðara fyrir kaupmenn að sjá raunverulegan kostnað fyrir hverja færslu.

 

Blönduð verðlagning getur gert það erfiðara fyrir fyrirtæki að samþykkja lægra verð eða ákvarða hvort þau séu að greiða sanngjarnt verð. til færsluhirðis fyrir hans þjónustu.

Hvað er IC++  verðlagning ?

IC++ stendur fyrir gagnsæja verðlagningu færsluhirða þannig að seljendur/kaupmenn geti borið saman álagningu sem færsluhirðir tekur fyrir sína þjónustu.

"IC"-ið stendur fyrir Interchange eða það sem hefur verið kallað millibankagjald á íslensku  og það gjald rennur óskert til þess banka sem gefur út kortið.  Þetta gjald var sett fast af samningum Evrópusambandsins og korta skemanna; Visa og MasterCard.  Allir færsluhirðar þurfa að greiða sama gjaldið hér á landi -það ríkir engin samkeppni og þessi gjöld eru birt opinberlega á vefsíðum Visa og MasterCard.  T.d. fyrir innlend einstaklings debet kort eru þau 0,20% og fyrir innlend einstaklings kreditkort eru þau 0,30%.

Fyrri "+" inn er fyrir Scheme Fees eða milligöngugjald til Visa eða MasterCard sem er í raun það gjald sem tekið er fyrir notkun á alheimskerfum þessara kortafyrirtækja.  Þetta eru einnig föst gjöld og allir færsluhirðar greiða sömu gjöld.  T.d. er gjald fyrir innlent einstaklings debet kort um 0,05%.

Seinni "+" -inn er síðan þar sem raunverulega samkeppni milli færsluhirða fer fram.  Hérna er um þá álagningu sem færsluhirðir leggur á hverja færslu sem gjald fyrir sína þjónustu.   Þetta gjald er það eina sem íslenskir kaupmenn/seljendur geta samið um við sinn færsluhirði.

Kaupmenn og aðrir seljendur ættu því að beina spjótum sínum að þessari þóknun og semja um hana. Þeir kaupmenn sem þegar hafa færsluhirði ættu að óska eftir upplýsingum um hvert þeirra innlenda fasta álag sé, ef það er yfir .0.2% þá er án efa tilefni til þess að fá tilboð frá Fjárflæði.

Upplýsingar um milligjöld Visa

Upplýsingar um milligjöld MasterCard

Hér fyrir neðan má t.d. sjá dæmi um kort frá Visa.

Visa IC++ verðdæmi.png

Hérna eru nokkur raunveruleg dæmi um sparnað okkar viðskiptavina. velkominn í hópinn !

Tugir fyrirtækja hafa kosið að lækka rekstrarkostnaðinn hjá sér með því að njóta betri kjara á færsluhirðingu.  Mörg dæmi eru um tuga prósentu sparnað sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda, jafnvel milljónum.

•Veitingastaður sparaði  50%

•Fataverslun sparaði 58%

•Efnalaug sparaði 48%

•Vefverslun sparaði 61%

•Bifreiðaverkstæði sparaði 53% 

Lægra verð fyrir kortafærslur hjá Fjárflæði

Í núverandi ástandi með sífelldum hækkunum á rekstrarkostnaði fyrirtækja eru ekki mörg tækifæri til sparnaðar - hér er þó góður möguleiki á því í samstarfi við Fjárflæði ehf.

Notaðu Símann þinn sem posa !

Í samvinnu við Nets og SoftPay getur Fjárflæði nú boðið upp á posa App í Android síma (og Antroid töflur).  

Þú getur einfaldlega notað símann þinn sem Posa. 

Breyttu símanum þínum í posa

Vefverslun

Í samstarfi við Nets og OnPay í Denmörku bjóðum við uppá margháttaðar lausnir fyrir vefverslun.  Allt frá einföldum tengingum við vefverslunarkerfi eins og WooCommerce upp í API tengingar fyrir þá sem eru með sérsmíði.

Visa og MasterCarf fyrir vefverslanir

Borgaðu posleiguna með boðgreiðslum Visa eða MasterCard

Fyrir viðskiptavini Fjárflæðis bjóðum við upp á að mánaðarleg gjöld eins og posaleiga sé greidd með boðgreiðslum á Visa eða MasterCard kortum.  Hafðu samband við okkur og við setjum það uppí hvelli.

Skilmálar fyrir boðgreiðslu:

  • Greiðsla fer fram fyrirfram  fyrir einn mánuð í einu.

  • Einungis er greitt fyrir þjónustu sem er virk í kerfum okkar.

  • Komi upp ágreiningur verður endurgeiðsla gerð innan 5 virkra daga frá því að gild ábending er mótttekin.

UM FJÁRFLÆÐI

Fjárflæði er í eigu Bergsveins Sampsted og Viktors Ólasonar sem báðir hafa áralanga reynslu úr íslenska kortabransanum.  Við leggjum okkur alla fram um að bjóða minni og millistórum fyrirtækjum og rekstraraðilum verð sem aðeins þau stóru hafa notið undanfarna áratugi.   Með samningum okkar við Nets njótum við þeirra stærðarhagkvæmni fyrir okkar frábæru íslensku viðskiptavini.

Nú þegar eru margir viðskiptavinir Nets á Íslandi eins og Bauhaus, Vodafone, Bílastæðin við Leifstöð, Skíðasvæðin í Bláfjöllum og á Akureyri auk margra fleiri.

Laugavegur3, 101 Reykjavík

Sími 571-7173

Kennitala 681019-1460

VSK númer 136337

  • Facebook
  • LinkedIn
Nets posi veitingahús posi.png
bottom of page